Tag Archives: samvinna

Eru einhver með í að koma upp ókeypis lítlu bókasafni (fríbúð) á Laugarveginum/göngugötu í sumar?

Við höfum undanfarin sumur sinnt ýmsu sem fólk hefur verið að gera á göngugötunni á Laugaveginum fyrir framan búðina okkar að Laugavegi 20, eins og að sjá um krítartöflu fyrir krakka, sem við sáum um að hýsa, þrífa og settum hana út á morgnanna og tókum inn á kvöldin svo hún yrði ekki skemmd.

Núna langar okkur að reyna að fá fólk með okkur í að setja upp lítið bókasafn/fríbúð í kassa við bekk hér fyrir framan búðina. Bókakassa sem fólk getur annaðhvort tekið bók sem þeim langar að lesa eða komið og gefið bækur, eða þá sest á bekkinn og gluggað í eða lesið í einhverri bókinni.

Ég er ekki mikill smiður og óska því eftir einhverjum sem hefði áhuga á að smíða bókakassann sjálfan en ég skal sinna honum. Hann má ekki vera of stór svo auðvelt sé að bera hann inn eftir daginn og á einhverskonar fæti svo kassinn væri í lestrar hæð (hæð við bekkinn).

Fyrirmyndin er The little free library sem eru með svona bókasafnskassa út um allan heim og þar á meðal í Reykjavík, en hér er hann er staðsettur í Hljómskálagarðinum við styttuna af Bertel Thorvaldsen.

Hér er tengill á The little free library vefinn en þar má sjá alskonar skemmtilegar útfærslur á hugmyndinni.

Eru einhver með í þetta verkefni? Það þarf ekkert að vera einhver einn/ein sem smíðaði kassann, fólk getur hæglega tekið sig saman um það. Og eins að leggja til bækur í kassann, það þarf að fylla hann helst til að byrja með og eiga svo alltaf einhverjar bækur á lager hér inni í búð ef hann er að tæmast of fljótt, en oftast er ágætis jafnvægi á svona verkefnum, það er fólk kemur með álíka mikið og það tekur.

Göngugatan verður opnuð á 17. júní og langar mig til að bóksafnið/kassinn verði tilbúin fyrir þann tíma, en hann mætti alveg vera tilbúinn fyrr líka.

Dæmi um hvernig samvinna á streetbank virkar, en oft öðruvísi en maður ætlar

þvottakústur

Hér sést svona bílaþvottakústur með framlengingu, tengdur við garðslöngu, til að þvo glugga á annari hæð.

Það skeður oft ýmislegt skrítið og ekki eins og maður planar á svona samskiptavef eins og StreetBank. Til dæmis var ein að leita eftir stiga svo hún gæti þvegið glugga á annari hæð. Engin stigi fannst, en þá mundi ég eftir því að ég átti einhversstaðar framlengingu á bílaþvottakúst og óskaði eftir einum slíkum til láns ef einhver ætti. Jú, kústurinn fanst og passaði akkúrat á framlenginguna, sem er með tengi fyrir garðslöngu, svo núna er hægt að þvo gluggana þótt stiginn hefði ekki fundist. Ég ákvað að nota tækifærið í leiðinni og þvo gluggana hérna hjá okkur fyrst maður var komin með þessa fínu græju.

Svona er hægt að leysa flest öll verkefni án tilkostnaðar ef allir leggjast á eitt. Og því fleiri sem eru með, því auðveldara að finna það sem manni vantar eða geta aðstoðað aðra.

PS

Þegar „græjan“ var loks komin saman og lánuð þá endaði það með því að tveir aðrir nágrannar sem vantaði líka þvott á sínum gluggum fengu hana líka lánaða svo þessi ósk um að fá lánaðan stiga endaði á því að gluggar í þremur húsum í sömu götunni voru þvegnir. Svona á þetta að vera.

Til þess er vefur eins og StreetBank til. Því hvet ég alla sem hafa áhuga á „Freeconomy“ að vera með.