Forsíða

Skrínshott af forsíðunni-1

Svona birtist streetbank síðan hjá þeim sem setur inn heimilisfangið sitt á Stór-Reykjavíkursvæðinu og stillir á 10 mílur. Þá sér viðkomandi allt svæðið og öll þau sem eru skráð innan þess og allt sem þau eru að bjóða eða óska eftir.

Velkomin/n á upplýsingavef Íslenska horns vefsins StreetBank.

StreetBank er alþjóðlegur samfélagsvefur fyrir fólk sem vill gefa, aðstoða og lána hluti, sem og þiggja slíkt hið sama, án þess að þiggja nokkra greiðslu fyrir og eru því engir peningar notaðir.

Þetta hefur upp á ensku verið kallað „Gifteconomy“ eða „Freeconomy“ og við ákváðum að kalla okkar íslenska horn vefsins, „Greiðasamlagið“, það er, þar sem allir þátttakendur leggja í púkk það sem þeir eiga og kunna og vilja annaðhvort gefa, lána eða aðstoða eða fá lánað og þiggja úr púkkinu. Gera þannig öðrum greiða í stað þess að kaupa eða selja með peningum.

Þetta er ekki bara heimikill sparnaður heldur ekki síst ánægjan af því að geta lagt sitt til að bæta umhverfi sitt, bæði með því að endurnýta hluti í stað þess að henda þeim og þannig vinna að vistvænni heimi og að kynnast nýju fólki og eiga við það samskipti, aðstoða það og gefa, fólki sem hugsar eins og maður sjálfur.

Að skrá sig á StreetBank

Eins og þið sjáið eftir að hafa skráð ykkur inn á StreetBank þá erum við rétt byrjuð með íslenskan hluta hanns og því mjög gott að við sýnum okkur, til dæmis einhverja smá lýsingu og mynd eða hvað við vonumst til að geta haft gagn af StreetBank. Tvær línur er allt í lagi þessvegna. Þó er það enganvegin nein kvöð, allir meiga auðvitað nota þetta eins og þeir vilja og ekkert að því að skrá sig inn bara til að skoða og fylgjast með.

Í Bretlandi, þaðan sem vefurinn kemur upphaflega, en hefur síðan breiðst hratt út, setja þeir sem „skilyrði“ (það er frekar hvatning en skilyrði í rauninni) að fólk setji inn, þótt ekki væri nema einn hlut gefins eða til láns eða óska eftir, það má vera eins lítið og fólk vill, ein bók eða DVD spóla, fyrst og fremst til að sýna að maður vill vera með.

Þessi  vefur hér er ekki gamall og því í stöðugri þróun og bætist við hann jafnt og þétt. Hann er sérstaklega hugsaður til að setja inn leiðbeiningar um notkun StreetBank, og leiðbeiningarnar eru að tínast inn núna  ein og ein út frá þeim spurningum sem fólk hefur helst verið að spurja um.