Category Archives: Leiðbeiningar um StreetBank vefinn

Hér er reynt að svar helstu spurningum sem fólk hefur verið að spyrja um, auk annara ábendinga og aðstoðar við að skrá sig inn á StreetBank og nota vefinn.

Hví skyldi ég setja inn mynd og einhverja lýsingu á mér?

Jú, það fyrir það fyrsta gefur öðrum þá tilfinningu að bak við skráninguna standi raunveruleg manneskja, sem vill vera með í að gefa, lána og þiggja og sé traustsins verð. Því þetta byggir allt á trausti og traust vinnst með því að „vera með“. Það er, setja inn mynd af sér, nokkur orð um sjálfa/n sig og bjóðast til að gefa, lána eða aðstoða við eitthvað strax eða fljótlega eftir að maður hefur skráð sig og farinn að fatta hvernig vefurinn virkar.

hausmynd

Er þetta mjög traustvekjandi manneskja til að lána sláttuvélina þína?

sláttuvélSem dæmi getum við tekið að þú bjóðir til láns garðsláttuvél. Slíkt tæki kosta mikla peninga. Vilt þú lána slíkt tæki til manneskju sem er þér algerlega ókunnug og ekkert nema nafn inn á einhverjum vef? Kanski ertu þannig að þú treystir það mikið, en það er umdeilanlegt að þú ættir að treysta svo mikið. Aftur á móti ef þú sérð á þessum sama vef að þetta er andlit og virkur þátttakandi þá hefur sú manneskja mikið meira traust þitt og því myndi þér líða mikið mun betur með að lána sláttuvélina.

PS

Talandi um að lána, þá ætti fólk alltaf að muna að taka niður nafn, heimilisfang og síma hjá þeim sem lánað er, því hver kannast ekki við það að hafa einhvertímann lánað eitthvað og gleymt svo hverjum vara lánað og sá sem fékk lánað gleymt því líka? Það held ég að allir kannist við.