Munu vefsamfélög eins og StreetBank verða gleypt af peningahugsun, þeirri hugsun sem þau einmitt eru að reyna að forðast?

Hér er mjög athyglisverður útvarpsþáttur á BBC um The Sharing Economy. Eða eins og þeir segja, „Home swaps, driving your neighbour’s car, private car parking in your drive, even renting your neighbour’s clothes. They are all part of a new style of collaborative enterprise in which nearly everyone can join and (maybe) make money: the ‘shared economy’.“

Þetta er þó fyrst og fremst þáttur um þá möguleika sem felast í því trausti, sem vefsamfélög eins og StreetBank sem dæmi byggja á, fyrir fyrirtæki til að græða peninga. StreetBank snýst samt um alveg öfugt, að byggja upp samfélag án peninga. En vissulega er það rétt sem kemur fram í þessum útvarpsþætti að hægt er að skrá og setja verðmiða á traust, þótt StreetBank geri það ekki.

Það kemur manni ekki á óvart að þetta eru aðalega Bandarísk fyrirtæki sem eru að leyta leiða til að græða á þessu trausti á meðan í Evrópu hefur fólk verið að byggja upp traust með því að deila með sér hlutum frekar til að sóa minna og nýta hluti betur. Deila einni sláttuvél á milli sín frekar en allir ættu sína eigin sláttuvél. Bæði hagkvæmt til að stoppa af óþarfa sóun, byggja upp samfélag fólks sem byggir á trausti á fólki, sem við fyrirfram þekkjum ekki neitt, sama trausti og við treystum fjölskildu og vinum, en með sameiginlegu samfélagi á netinu.

Vonandi náum við sem erum í sjálfboðavinnu og af hugsjón samt að vernda þessa peningalausu hugsun fyrir því að verða gleypt af peningum, einmitt því sem við erum að reyna að forðast.

 

 

Leave a Reply