Tag Archives: leiðbeiningar

Af gefnu tilefni, StreetBank er ekki fyrir fyrirtæki, eða hvað?

Það skráði sig inn fyrirtæki og bauð upp á ókeypis ráðgjöf. En StreetBank er ekki fyrir fyrirtæki og þetta verður að túlkast sem bein auglýsing þótt í boði hafi verið eitthvað ókeypis. Þess var óskað að fyrirtækið eyddi skráningu sinni en jafnframt bent á að ef einhver þeirra sem hjá fyrirtækinu vinnur vildi veita þessa sömu ókeypis ráðgjöf sem einstaklingur þá væri það auðvitað vel þegið.

Það mátti segja sér það að fljótlega myndu koma upp einhver álitamál og þetta er það fyrsta svo best er að taka af allan vafa um þetta strax.

En viðkomandi fyrirtæki varð strax við þessari beiðni og eyddi út skráningu sinni og má eiga þakkir fyrir. Kanski var fólk á þeim bæ ekki að fatta hvernig þetta virkar og þegar inn var komið séð það og séð að þau ættu ekki heima á StreetBank.

StreetBank úti hefur verið sendur póstur um hvernig eigi að bregðast við svona skráningum og auglýsingum ef viðkomandi þverskallast við því að skrá sig út eða taka út eitthvað sem ekki á heima á vefnum, til dæmis ef einhver skyldi setja inn eitthvað ósiðlegt sem dæmi. Og vonandi berst svar frá þeim sem fyrst. Þá verður því svari póstað hér.

Viðbót eftir að hafa fengið svar við fyrirspurn til StreetBank í Bretlandi

Ég skrifaði þeim úti og spurði hvernig ætti að bregðast við þegar fyrirtæki eða aðrir sem augljóslega væru annaðhvort að auglýsa eitthvað sem gæti verið sölutengt eða einhverjir settu inn óviðeigandi efni og fékk svar nú í morgun. þau segjast ekki hafa amast við fyrirtæjum svo fremi sem þau séu smáfyrirtæki sem vert væri að benda á þótt þau væru kanski ekki að bjóða neitt ókeypis en vildu láta gott af sér leiða, en þau hafa ekki verið að lenda í því að fólk setti inn óviðeigandi efni. Þetta verður samt tekið fyrir á fundi og fæ ég væntanlega svar eftir hann og þá er hægt að marka nákvæmari stefnu í svona málum. Ég hef því kanski verið og bráður á mér að biðja þetta fyrirtæki að skrá sig út. En þetta skýrist væntanlega von bráðar.

Hví skyldi ég setja inn mynd og einhverja lýsingu á mér?

Jú, það fyrir það fyrsta gefur öðrum þá tilfinningu að bak við skráninguna standi raunveruleg manneskja, sem vill vera með í að gefa, lána og þiggja og sé traustsins verð. Því þetta byggir allt á trausti og traust vinnst með því að „vera með“. Það er, setja inn mynd af sér, nokkur orð um sjálfa/n sig og bjóðast til að gefa, lána eða aðstoða við eitthvað strax eða fljótlega eftir að maður hefur skráð sig og farinn að fatta hvernig vefurinn virkar.

hausmynd

Er þetta mjög traustvekjandi manneskja til að lána sláttuvélina þína?

sláttuvélSem dæmi getum við tekið að þú bjóðir til láns garðsláttuvél. Slíkt tæki kosta mikla peninga. Vilt þú lána slíkt tæki til manneskju sem er þér algerlega ókunnug og ekkert nema nafn inn á einhverjum vef? Kanski ertu þannig að þú treystir það mikið, en það er umdeilanlegt að þú ættir að treysta svo mikið. Aftur á móti ef þú sérð á þessum sama vef að þetta er andlit og virkur þátttakandi þá hefur sú manneskja mikið meira traust þitt og því myndi þér líða mikið mun betur með að lána sláttuvélina.

PS

Talandi um að lána, þá ætti fólk alltaf að muna að taka niður nafn, heimilisfang og síma hjá þeim sem lánað er, því hver kannast ekki við það að hafa einhvertímann lánað eitthvað og gleymt svo hverjum vara lánað og sá sem fékk lánað gleymt því líka? Það held ég að allir kannist við.