POP UP fríbúð

Eru einhver með í að vera með svona POP UP fríbúð (einn dag, en gæti líka orðið reglulegur viðburður eins og til dæmis einusinni í mánuði ef val tækist til) Það er líka auðveldara að fá húsnæði að láni í einn dag og oft eru slíkir markaðir tengdir annari starfsemi, það er aðilinn sem lánar húsnæðið fær smá auglýsingu eða ef um til dæmis bar að ræða sem ekkert er notaður á daginn þá á hann möguleika á því að selja einn og einn kaffibolla.

Svona POP UP markaðir hafa fest sig í sessi undir því nafni svo POP UP frímarkaður/búð gæti verið eitthvað sem fólk kveikti auðveldlega á.

Svona fríbúðaform sem tilfallandi markaðir eru víða þekktir og er minni vinna við þá en að halda úti varanlegri fríbúð. Hann gæti samt orðið vísir að varanlegri fríbúð með tíð og tíma.

Einn gróði af því að semja við til dæmis kaffihús eða bar sem ekkert er notaður á daginn, sem oft er gert með svona POP UP markaði,er að þar eru til staðar borð svo ekki þyrfti að koma með neitt nema kassa af dóti

Svona markaður er auðvitað fyrst og fremst hentugur fyrir smávöru (svona Kolaports dót) en það er líka oft það sem erfiðast er að gefa því fólki finnst oft of mikil fyrirhöfn að keyra kanski bæinn á enda til að nálgast einn smáhlut.

Það þarf heldur ekki marga til að koma svona í kring, bara nokkur með nægilegan áhuga til að leita uppi stað sem væri til að hýsa markaðinn og svo að kynna/auglýsa atburðinn og til þess ætti Facebook sennilega að vera nóg.

Ég er mjög áhugasamur, eru fleiri til í að standa að svona frímarkaði með mér? Það þarf bara að vera einu sinni til að byrja með og svo meta áframhaldið eftir það, þetta væri líka í leiðinni mjög góð auglýsing fyrir íslenska horn StretBank og þær hugsjónir sem að baki StreetBank eru.

Leave a Reply