Author Archives: greidasamlagid

Matarsóunarhátíð í Hörpu laugardaginn 6.september nk. frá 13-18.

Landvernd, Kvenfélagasamband Íslands og Vakandi standa fyrir Matarsóunarhátíð í Hörpu laugardaginn 6.september nk. frá 13-18.
Hér að neðan er kynningar texti aðstandenda hátíðarinnar sem er tengt Zero Waste verkefninu, fengin af vefnum matarsoun.is

„Kvenfélagasamband Íslands, Landvernd umhverfisverndarsamtök og Vakandi standa fyrir fjölskylduhátíð í Hörpu til að vekja athygli á matarsóun.

Á hátíðinni er lögð áhersla á að finna leiðir allt frá framleiðanda til neytanda til að koma í veg fyrir matarsóun.

Tveir erlendir fyrirlesarar mæta á svæðið, þau Selina Juul og Tristram Stuart, en örfyrirlestrar verða haldnir á sviðinu í Silfurbergi.

Fyrirtæki, frumkvöðlar og samtök verða með kynningarbása þar sem gestir og gangandi geta fræðst um matarsóun og átt gott spjall um leiðir til að draga úr slíku.

Smjattpattarnir verða endurvaktir og foreldrar eru hvattir til að taka börnin með

Kolabrautin eldar súpu úr grænmeti frá Sölufélagi íslenskra grænmetismanna sem ekki kemst á markað sökum útlits (Súpa úr ljóta grænmetinu)

Borgarstjóri opnar hátíðina og kynnir er Guðfinnur Sigurvinsson.

Hátíðin er hluti af stóru samnorrænu verkefni um matarsóun og leiðir til að koma í veg fyrir slíkt. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðunni:
www.matarsoun.is

Hlökkum til að sjá ykkur!
Landvernd, Kvenfélagasamband Íslands og Vakandi“

Haugfé – Efnismarkaður

Þann 8. ágúst nk. verður efnismarkaður á Bernhöftstorfu á vegum Haugfés milli kl.14-19. Verkefnið er enn í mótun og er þetta fyrsta tilraun okkar til þess að miðla þeim upplýsingum og efnivið sem við höfum sankað að okkur á síðustu mánuðum. Okkur þætti gaman að sjá sem flesta!
Hægt verður að fá dýrindis kaffi á staðnum hjá kaffihúsinu GÆS.

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna á:
https://www.facebook.com/haugfe

Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna hér:
https://www.facebook.com/events/1513126632255553/?ref=4

POP UP fríbúð

Eru einhver með í að vera með svona POP UP fríbúð (einn dag, en gæti líka orðið reglulegur viðburður eins og til dæmis einusinni í mánuði ef val tækist til) Það er líka auðveldara að fá húsnæði að láni í einn dag og oft eru slíkir markaðir tengdir annari starfsemi, það er aðilinn sem lánar húsnæðið fær smá auglýsingu eða ef um til dæmis bar að ræða sem ekkert er notaður á daginn þá á hann möguleika á því að selja einn og einn kaffibolla.

Svona POP UP markaðir hafa fest sig í sessi undir því nafni svo POP UP frímarkaður/búð gæti verið eitthvað sem fólk kveikti auðveldlega á.

Svona fríbúðaform sem tilfallandi markaðir eru víða þekktir og er minni vinna við þá en að halda úti varanlegri fríbúð. Hann gæti samt orðið vísir að varanlegri fríbúð með tíð og tíma.

Einn gróði af því að semja við til dæmis kaffihús eða bar sem ekkert er notaður á daginn, sem oft er gert með svona POP UP markaði,er að þar eru til staðar borð svo ekki þyrfti að koma með neitt nema kassa af dóti

Svona markaður er auðvitað fyrst og fremst hentugur fyrir smávöru (svona Kolaports dót) en það er líka oft það sem erfiðast er að gefa því fólki finnst oft of mikil fyrirhöfn að keyra kanski bæinn á enda til að nálgast einn smáhlut.

Það þarf heldur ekki marga til að koma svona í kring, bara nokkur með nægilegan áhuga til að leita uppi stað sem væri til að hýsa markaðinn og svo að kynna/auglýsa atburðinn og til þess ætti Facebook sennilega að vera nóg.

Ég er mjög áhugasamur, eru fleiri til í að standa að svona frímarkaði með mér? Það þarf bara að vera einu sinni til að byrja með og svo meta áframhaldið eftir það, þetta væri líka í leiðinni mjög góð auglýsing fyrir íslenska horn StretBank og þær hugsjónir sem að baki StreetBank eru.

Eru einhver með í að koma upp ókeypis lítlu bókasafni (fríbúð) á Laugarveginum/göngugötu í sumar?

Við höfum undanfarin sumur sinnt ýmsu sem fólk hefur verið að gera á göngugötunni á Laugaveginum fyrir framan búðina okkar að Laugavegi 20, eins og að sjá um krítartöflu fyrir krakka, sem við sáum um að hýsa, þrífa og settum hana út á morgnanna og tókum inn á kvöldin svo hún yrði ekki skemmd.

Núna langar okkur að reyna að fá fólk með okkur í að setja upp lítið bókasafn/fríbúð í kassa við bekk hér fyrir framan búðina. Bókakassa sem fólk getur annaðhvort tekið bók sem þeim langar að lesa eða komið og gefið bækur, eða þá sest á bekkinn og gluggað í eða lesið í einhverri bókinni.

Ég er ekki mikill smiður og óska því eftir einhverjum sem hefði áhuga á að smíða bókakassann sjálfan en ég skal sinna honum. Hann má ekki vera of stór svo auðvelt sé að bera hann inn eftir daginn og á einhverskonar fæti svo kassinn væri í lestrar hæð (hæð við bekkinn).

Fyrirmyndin er The little free library sem eru með svona bókasafnskassa út um allan heim og þar á meðal í Reykjavík, en hér er hann er staðsettur í Hljómskálagarðinum við styttuna af Bertel Thorvaldsen.

Hér er tengill á The little free library vefinn en þar má sjá alskonar skemmtilegar útfærslur á hugmyndinni.

Eru einhver með í þetta verkefni? Það þarf ekkert að vera einhver einn/ein sem smíðaði kassann, fólk getur hæglega tekið sig saman um það. Og eins að leggja til bækur í kassann, það þarf að fylla hann helst til að byrja með og eiga svo alltaf einhverjar bækur á lager hér inni í búð ef hann er að tæmast of fljótt, en oftast er ágætis jafnvægi á svona verkefnum, það er fólk kemur með álíka mikið og það tekur.

Göngugatan verður opnuð á 17. júní og langar mig til að bóksafnið/kassinn verði tilbúin fyrir þann tíma, en hann mætti alveg vera tilbúinn fyrr líka.

Munu vefsamfélög eins og StreetBank verða gleypt af peningahugsun, þeirri hugsun sem þau einmitt eru að reyna að forðast?

Hér er mjög athyglisverður útvarpsþáttur á BBC um The Sharing Economy. Eða eins og þeir segja, „Home swaps, driving your neighbour’s car, private car parking in your drive, even renting your neighbour’s clothes. They are all part of a new style of collaborative enterprise in which nearly everyone can join and (maybe) make money: the ‘shared economy’.“

Þetta er þó fyrst og fremst þáttur um þá möguleika sem felast í því trausti, sem vefsamfélög eins og StreetBank sem dæmi byggja á, fyrir fyrirtæki til að græða peninga. StreetBank snýst samt um alveg öfugt, að byggja upp samfélag án peninga. En vissulega er það rétt sem kemur fram í þessum útvarpsþætti að hægt er að skrá og setja verðmiða á traust, þótt StreetBank geri það ekki.

Það kemur manni ekki á óvart að þetta eru aðalega Bandarísk fyrirtæki sem eru að leyta leiða til að græða á þessu trausti á meðan í Evrópu hefur fólk verið að byggja upp traust með því að deila með sér hlutum frekar til að sóa minna og nýta hluti betur. Deila einni sláttuvél á milli sín frekar en allir ættu sína eigin sláttuvél. Bæði hagkvæmt til að stoppa af óþarfa sóun, byggja upp samfélag fólks sem byggir á trausti á fólki, sem við fyrirfram þekkjum ekki neitt, sama trausti og við treystum fjölskildu og vinum, en með sameiginlegu samfélagi á netinu.

Vonandi náum við sem erum í sjálfboðavinnu og af hugsjón samt að vernda þessa peningalausu hugsun fyrir því að verða gleypt af peningum, einmitt því sem við erum að reyna að forðast.

 

 

Svarbréf frá aðstandendum StreetBank í Bretlandi við ýmsum fyrirspurnum

Aðstandendum StreetBank hafa verið senda nokkrar fyrirspurnir. Fyrst og fremst hvort hægt væri að þýða vefinn á Íslensku (sem auðvitað við myndum gera og það væri valmöguleiki fyrir hvern og einn) og hinsvegar um hvernig ætti að bregðast við ef fyrirtæki skráðu sig inn.  Ánægjulegast finnst mér að lesa að okkur hefur tekist samkvæmt þeim að byggja upp okkar íslenska horn StreetBank á óvenju skömmum tíma sem segir okkur hvað margir vilja láta gott af sér leiða með þessum hætti. Hér á eftir fer svarbréf þeirra.

Hér er bréfið

Hi Bragi

It is great to hear from you. We are so impressed that you have built your community so quickly. I’d be really interested to know how you have done that so we can share your learning with other Streetbank champions. In particular, what messages did you put out and communications channels did you use?

Thank you so much for raising this question. This is complicated! Our primary aim is to build community and unlock generosity. We don’t currently stop companies becoming members – though it is rare that they choose to and when they do they are usually small businesses – because we think that they might be able to build community too. Anyway, I’ll be pleased to discuss this at the next trustee board meeting about whether we have the right policy here.

We are working on making Streetbank translatable so by the end of May you will be able to translate Streetbank into Icelandic. We would love your help with the translation or help in recruiting someone who’d be happy to do that once we have built the functionality.

Thanks again – what you are doing is brilliant and we hope will enhance the community spirit of Reykjavik.

Kind regards

Sam

PS

Set með hér kort sem fylgdi bréfinu frá þeim sem sýnir dreifingu skráðra notenda hér á Syór-Reykjarvíkursvæðinu. Það sem við getum held ég hellst grætt á svona korti er að sjá hvar fólk er skráð þéttast því á þeim stöðum ætti að vera mestir möguleikar á því að fá fólk til að taka höndum saman um einhver verkefni utan þessa vefs. Sem er jú eitt að markmiðum hanns, að tengja saman fólk sem hugsar á svipuðum nótum og vill kynnast og vinna sameiginlega að verkefnum sem koma öllu samfélaginu til góða og bæta mannlífið.

Ég veit ekki hvað þessar mismunandi merkingar þíða. Það gæti verið virkni mismunandi notenda, eða hversu lengi þeir hafa verið skráðir, en það skiptir kannski ekki öllu máli.

Það er að vísu ein skekkja í þessu korti, það eru ekki allir sem búa miðsvæðis þótt þeir skrái heimili sitt þar, því þau gera það til að geta séð allt Stór-Reykjavíkursvæðið. Svo er líka fólk sem býr utan við Reykjavíkur svæðið sem er með á StreetBank, til dæmis einn sem býr á Eyrarbakka og ein sem býr allaleið á Hólmavík.

kort af staðsetningu notenda

Ókeypis námskeið og leiðbeiningar í skrifum á wikipedia fimmtudaginn 8. maí

Ókeypis námskeið og leiðbeiningar fimmtudagin 8. maí, fyrir öll þau sem áhuga hafa á að taka þátt í wikipedia, hefjast nú aftur eftir páska frí. Athugið breyttan tíma, í stað 20-22 á fimmtudagskvöldum hafa þau verið færð til 17-19 í tölvuveri Þjóðarbókhlöðunnar á 3. hæð.

Í vetur hafa verið svona námskeið vikulega og kemur í ljós hvort þau verða það áfram. Mun láta vita hér þegar það verður ljóst.

Af gefnu tilefni, StreetBank er ekki fyrir fyrirtæki, eða hvað?

Það skráði sig inn fyrirtæki og bauð upp á ókeypis ráðgjöf. En StreetBank er ekki fyrir fyrirtæki og þetta verður að túlkast sem bein auglýsing þótt í boði hafi verið eitthvað ókeypis. Þess var óskað að fyrirtækið eyddi skráningu sinni en jafnframt bent á að ef einhver þeirra sem hjá fyrirtækinu vinnur vildi veita þessa sömu ókeypis ráðgjöf sem einstaklingur þá væri það auðvitað vel þegið.

Það mátti segja sér það að fljótlega myndu koma upp einhver álitamál og þetta er það fyrsta svo best er að taka af allan vafa um þetta strax.

En viðkomandi fyrirtæki varð strax við þessari beiðni og eyddi út skráningu sinni og má eiga þakkir fyrir. Kanski var fólk á þeim bæ ekki að fatta hvernig þetta virkar og þegar inn var komið séð það og séð að þau ættu ekki heima á StreetBank.

StreetBank úti hefur verið sendur póstur um hvernig eigi að bregðast við svona skráningum og auglýsingum ef viðkomandi þverskallast við því að skrá sig út eða taka út eitthvað sem ekki á heima á vefnum, til dæmis ef einhver skyldi setja inn eitthvað ósiðlegt sem dæmi. Og vonandi berst svar frá þeim sem fyrst. Þá verður því svari póstað hér.

Viðbót eftir að hafa fengið svar við fyrirspurn til StreetBank í Bretlandi

Ég skrifaði þeim úti og spurði hvernig ætti að bregðast við þegar fyrirtæki eða aðrir sem augljóslega væru annaðhvort að auglýsa eitthvað sem gæti verið sölutengt eða einhverjir settu inn óviðeigandi efni og fékk svar nú í morgun. þau segjast ekki hafa amast við fyrirtæjum svo fremi sem þau séu smáfyrirtæki sem vert væri að benda á þótt þau væru kanski ekki að bjóða neitt ókeypis en vildu láta gott af sér leiða, en þau hafa ekki verið að lenda í því að fólk setti inn óviðeigandi efni. Þetta verður samt tekið fyrir á fundi og fæ ég væntanlega svar eftir hann og þá er hægt að marka nákvæmari stefnu í svona málum. Ég hef því kanski verið og bráður á mér að biðja þetta fyrirtæki að skrá sig út. En þetta skýrist væntanlega von bráðar.

Hví skyldi ég setja inn mynd og einhverja lýsingu á mér?

Jú, það fyrir það fyrsta gefur öðrum þá tilfinningu að bak við skráninguna standi raunveruleg manneskja, sem vill vera með í að gefa, lána og þiggja og sé traustsins verð. Því þetta byggir allt á trausti og traust vinnst með því að „vera með“. Það er, setja inn mynd af sér, nokkur orð um sjálfa/n sig og bjóðast til að gefa, lána eða aðstoða við eitthvað strax eða fljótlega eftir að maður hefur skráð sig og farinn að fatta hvernig vefurinn virkar.

hausmynd

Er þetta mjög traustvekjandi manneskja til að lána sláttuvélina þína?

sláttuvélSem dæmi getum við tekið að þú bjóðir til láns garðsláttuvél. Slíkt tæki kosta mikla peninga. Vilt þú lána slíkt tæki til manneskju sem er þér algerlega ókunnug og ekkert nema nafn inn á einhverjum vef? Kanski ertu þannig að þú treystir það mikið, en það er umdeilanlegt að þú ættir að treysta svo mikið. Aftur á móti ef þú sérð á þessum sama vef að þetta er andlit og virkur þátttakandi þá hefur sú manneskja mikið meira traust þitt og því myndi þér líða mikið mun betur með að lána sláttuvélina.

PS

Talandi um að lána, þá ætti fólk alltaf að muna að taka niður nafn, heimilisfang og síma hjá þeim sem lánað er, því hver kannast ekki við það að hafa einhvertímann lánað eitthvað og gleymt svo hverjum vara lánað og sá sem fékk lánað gleymt því líka? Það held ég að allir kannist við.

Common Cause – opið ókeypis námskeið 5. maí

Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði, í samvinnu við Public Interest Research Centre (PIRC) býður samtökum og einstaklingum á Common Cause námskeið. Námskeiðið er opið öllum en við leggjum sérstaka áherslu á að fá fulltrúa frá breiðum hópi samtaka sem eru að vinna að félagslegum og pólitískum umbótum hvert á sínu sviði, hvort sem það eru mannréttindi, umhverfismál, verkalýðsbarátta eða annað.

Á námskeiðinu er farið yfir ákveðin atriði í félagsfræði og sálfræði sem mikilvægt er að hafa til hliðsjónar þegar unnið er að breytingum á samfélagslegum eða pólitískum vettvangi. Mismunandi aðferðafræði, talsmáti og skipulag getur skipt miklu máli þegar kemur að því að ná fram og festa í sessi félagslegar umbætur.

Á námskeiðinu verður einnig farið yfir þau neikvæðu áhrif sem það hefur þegar við notum aðferðir sem spila á eigin hagsmuni, efnahagslegan ávinning eða félagslega stöðu fólks.

Síðast en ekki síst þá verður farið yfir það hvernig einstaklingar, hópar og samtök með mjög ólíkan bakgrunn og markmið geta tekist á við sömu grunn vandamálin sem standa í vegi fyrir betra samfélagi. Þegar við greinum markmið og gildi okkar og rýnum í þær aðferðir sem eru vænlegastar til árangurs þá kemur oft í ljós að við eigum mikla samleið með öðrum samtökum sem vinna að annarskonar markmiðum. Það er okkar von að geta með þessu námskeiði leitt saman ólík sjónarmið og skapað samvinnugrundvöll á milli mismunandi samtaka.

Hvenær: Mánudaginn 5. maí kl. 18:00 – 21:00

Hvar: Reykjavíkur Akademían, Hringbraut 121 (fjórða hæð)

Hver: Bec Sanderson & Jamie McQuilkin frá Public Interest Research Centre

Námskeiðið er öllum opið endurgjaldslaust en frjáls framlög eru vel þegin. Allir þáttakendur fá frítt eintak af af The Common Cause Handbook. Námskeiðið fer fram á ensku.

Áhugasamir geta skráð sig með tölvupósti á aldademocracy@gmail.com