Tag Archives: myndasögur

Ókeypis myndasögudagurinn er 3. maí

Fyrir þau ykkar sem hafa gaman af myndasögum er vert að benda á ókeypis myndasögudaginn þann 3. maí, en þá verða gefins myndasögur í myndasöguversluninni Nexus, myndasögublöð sem sérstaklega eru búin til fyrir þennan dag en dagurinn er alþjóðlegur.

Þetta er þrettánda árið sem haldið er upp á daginn. Nexus og Ókei-bækur gefa blaðið ÓkeiPiss fjórða árið í röð. Viðburðurinn byrjar kl. 12.00 á laugardaginn og blöðin verða gefin á meðan birgðir endast. Það ætti enginn að fara tómhentur heim en reynslan sýnir þó að það er gott að mæta tímanlega. Það myndast að öllu jöfnu ógnarlöng röð og mikil stemming ríkir yfir daginn. Nexus hvetur jafnframt búningaáhugafólk til að koma í búningum og alla til að taka með góða skapið :)