Tag Archives: fréttir

Matarsóunarhátíð í Hörpu laugardaginn 6.september nk. frá 13-18.

Landvernd, Kvenfélagasamband Íslands og Vakandi standa fyrir Matarsóunarhátíð í Hörpu laugardaginn 6.september nk. frá 13-18.
Hér að neðan er kynningar texti aðstandenda hátíðarinnar sem er tengt Zero Waste verkefninu, fengin af vefnum matarsoun.is

„Kvenfélagasamband Íslands, Landvernd umhverfisverndarsamtök og Vakandi standa fyrir fjölskylduhátíð í Hörpu til að vekja athygli á matarsóun.

Á hátíðinni er lögð áhersla á að finna leiðir allt frá framleiðanda til neytanda til að koma í veg fyrir matarsóun.

Tveir erlendir fyrirlesarar mæta á svæðið, þau Selina Juul og Tristram Stuart, en örfyrirlestrar verða haldnir á sviðinu í Silfurbergi.

Fyrirtæki, frumkvöðlar og samtök verða með kynningarbása þar sem gestir og gangandi geta fræðst um matarsóun og átt gott spjall um leiðir til að draga úr slíku.

Smjattpattarnir verða endurvaktir og foreldrar eru hvattir til að taka börnin með

Kolabrautin eldar súpu úr grænmeti frá Sölufélagi íslenskra grænmetismanna sem ekki kemst á markað sökum útlits (Súpa úr ljóta grænmetinu)

Borgarstjóri opnar hátíðina og kynnir er Guðfinnur Sigurvinsson.

Hátíðin er hluti af stóru samnorrænu verkefni um matarsóun og leiðir til að koma í veg fyrir slíkt. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðunni:
www.matarsoun.is

Hlökkum til að sjá ykkur!
Landvernd, Kvenfélagasamband Íslands og Vakandi“

Munu vefsamfélög eins og StreetBank verða gleypt af peningahugsun, þeirri hugsun sem þau einmitt eru að reyna að forðast?

Hér er mjög athyglisverður útvarpsþáttur á BBC um The Sharing Economy. Eða eins og þeir segja, „Home swaps, driving your neighbour’s car, private car parking in your drive, even renting your neighbour’s clothes. They are all part of a new style of collaborative enterprise in which nearly everyone can join and (maybe) make money: the ‘shared economy’.“

Þetta er þó fyrst og fremst þáttur um þá möguleika sem felast í því trausti, sem vefsamfélög eins og StreetBank sem dæmi byggja á, fyrir fyrirtæki til að græða peninga. StreetBank snýst samt um alveg öfugt, að byggja upp samfélag án peninga. En vissulega er það rétt sem kemur fram í þessum útvarpsþætti að hægt er að skrá og setja verðmiða á traust, þótt StreetBank geri það ekki.

Það kemur manni ekki á óvart að þetta eru aðalega Bandarísk fyrirtæki sem eru að leyta leiða til að græða á þessu trausti á meðan í Evrópu hefur fólk verið að byggja upp traust með því að deila með sér hlutum frekar til að sóa minna og nýta hluti betur. Deila einni sláttuvél á milli sín frekar en allir ættu sína eigin sláttuvél. Bæði hagkvæmt til að stoppa af óþarfa sóun, byggja upp samfélag fólks sem byggir á trausti á fólki, sem við fyrirfram þekkjum ekki neitt, sama trausti og við treystum fjölskildu og vinum, en með sameiginlegu samfélagi á netinu.

Vonandi náum við sem erum í sjálfboðavinnu og af hugsjón samt að vernda þessa peningalausu hugsun fyrir því að verða gleypt af peningum, einmitt því sem við erum að reyna að forðast.

 

 

Svarbréf frá aðstandendum StreetBank í Bretlandi við ýmsum fyrirspurnum

Aðstandendum StreetBank hafa verið senda nokkrar fyrirspurnir. Fyrst og fremst hvort hægt væri að þýða vefinn á Íslensku (sem auðvitað við myndum gera og það væri valmöguleiki fyrir hvern og einn) og hinsvegar um hvernig ætti að bregðast við ef fyrirtæki skráðu sig inn.  Ánægjulegast finnst mér að lesa að okkur hefur tekist samkvæmt þeim að byggja upp okkar íslenska horn StreetBank á óvenju skömmum tíma sem segir okkur hvað margir vilja láta gott af sér leiða með þessum hætti. Hér á eftir fer svarbréf þeirra.

Hér er bréfið

Hi Bragi

It is great to hear from you. We are so impressed that you have built your community so quickly. I’d be really interested to know how you have done that so we can share your learning with other Streetbank champions. In particular, what messages did you put out and communications channels did you use?

Thank you so much for raising this question. This is complicated! Our primary aim is to build community and unlock generosity. We don’t currently stop companies becoming members – though it is rare that they choose to and when they do they are usually small businesses – because we think that they might be able to build community too. Anyway, I’ll be pleased to discuss this at the next trustee board meeting about whether we have the right policy here.

We are working on making Streetbank translatable so by the end of May you will be able to translate Streetbank into Icelandic. We would love your help with the translation or help in recruiting someone who’d be happy to do that once we have built the functionality.

Thanks again – what you are doing is brilliant and we hope will enhance the community spirit of Reykjavik.

Kind regards

Sam

PS

Set með hér kort sem fylgdi bréfinu frá þeim sem sýnir dreifingu skráðra notenda hér á Syór-Reykjarvíkursvæðinu. Það sem við getum held ég hellst grætt á svona korti er að sjá hvar fólk er skráð þéttast því á þeim stöðum ætti að vera mestir möguleikar á því að fá fólk til að taka höndum saman um einhver verkefni utan þessa vefs. Sem er jú eitt að markmiðum hanns, að tengja saman fólk sem hugsar á svipuðum nótum og vill kynnast og vinna sameiginlega að verkefnum sem koma öllu samfélaginu til góða og bæta mannlífið.

Ég veit ekki hvað þessar mismunandi merkingar þíða. Það gæti verið virkni mismunandi notenda, eða hversu lengi þeir hafa verið skráðir, en það skiptir kannski ekki öllu máli.

Það er að vísu ein skekkja í þessu korti, það eru ekki allir sem búa miðsvæðis þótt þeir skrái heimili sitt þar, því þau gera það til að geta séð allt Stór-Reykjavíkursvæðið. Svo er líka fólk sem býr utan við Reykjavíkur svæðið sem er með á StreetBank, til dæmis einn sem býr á Eyrarbakka og ein sem býr allaleið á Hólmavík.

kort af staðsetningu notenda