Eru einhver með í að koma upp ókeypis lítlu bókasafni (fríbúð) á Laugarveginum/göngugötu í sumar?

Við höfum undanfarin sumur sinnt ýmsu sem fólk hefur verið að gera á göngugötunni á Laugaveginum fyrir framan búðina okkar að Laugavegi 20, eins og að sjá um krítartöflu fyrir krakka, sem við sáum um að hýsa, þrífa og settum hana út á morgnanna og tókum inn á kvöldin svo hún yrði ekki skemmd.

Núna langar okkur að reyna að fá fólk með okkur í að setja upp lítið bókasafn/fríbúð í kassa við bekk hér fyrir framan búðina. Bókakassa sem fólk getur annaðhvort tekið bók sem þeim langar að lesa eða komið og gefið bækur, eða þá sest á bekkinn og gluggað í eða lesið í einhverri bókinni.

Ég er ekki mikill smiður og óska því eftir einhverjum sem hefði áhuga á að smíða bókakassann sjálfan en ég skal sinna honum. Hann má ekki vera of stór svo auðvelt sé að bera hann inn eftir daginn og á einhverskonar fæti svo kassinn væri í lestrar hæð (hæð við bekkinn).

Fyrirmyndin er The little free library sem eru með svona bókasafnskassa út um allan heim og þar á meðal í Reykjavík, en hér er hann er staðsettur í Hljómskálagarðinum við styttuna af Bertel Thorvaldsen.

Hér er tengill á The little free library vefinn en þar má sjá alskonar skemmtilegar útfærslur á hugmyndinni.

Eru einhver með í þetta verkefni? Það þarf ekkert að vera einhver einn/ein sem smíðaði kassann, fólk getur hæglega tekið sig saman um það. Og eins að leggja til bækur í kassann, það þarf að fylla hann helst til að byrja með og eiga svo alltaf einhverjar bækur á lager hér inni í búð ef hann er að tæmast of fljótt, en oftast er ágætis jafnvægi á svona verkefnum, það er fólk kemur með álíka mikið og það tekur.

Göngugatan verður opnuð á 17. júní og langar mig til að bóksafnið/kassinn verði tilbúin fyrir þann tíma, en hann mætti alveg vera tilbúinn fyrr líka.

One thought on “Eru einhver með í að koma upp ókeypis lítlu bókasafni (fríbúð) á Laugarveginum/göngugötu í sumar?

  1. greidasamlagid Post author

    Bareigendur og vínsalar hafa ítrekað fjarlægt bæði bekki og blómaker á stéttinni fyrir framan búðina okkar á Laugaveginum til að geta lagt á alla gangstéttina þar og því verður ekki hægt að setja upp neina starfsemi þar. Því verður bókasafnið/fríbúðin að bíða betri tíma og finna nýja staðsetningu seinna.

Leave a Reply