Monthly Archives: April 2014

Ókeypis matur úr ruslagámum matvöruverslana og veitingastaða þann 1. maí

Fimmtudaginn 1.maí klukkan 2, að Járnbraut 1 á Granda, ætlar hópurinn Ruslaurant að vekja athygli á öllum þeim góða mat sem fer til spillis daglega og bjóða gestum og gangandi uppá veitingar. Frýr matur verður fyrir alla á meðan birgðir endast.

Hópur sem kallar sig Ruslaurant hefur verið að veiða mat upp úr ruslagámum matvöruverslana og veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu. Sjö skipa hópinn og eru þau öll nemendur í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands. Markmið þeirra er að vekja athygli á öllum þeim mat sem fer til spillis daglega.

„Árlega er einum þriðja af öllum mat hent. Á meðan svelta milljónir manna,“ segir Jónbjörn Finnbogason, einn af meðlimum hópsins og segir hann það staðreynd að þessum sóuðu matvælum mætti vafalaust verja betur.

Hópurinn byrjaði í síðustu viku að leita matar og segir Jónbjörn það hafa komið á óvart hversu mikið af góðum mat hafi fundist. „Oft var þetta bara útlitsgalli á umbúðunum og pakkningarnar voru í einhverjum tilfellum einungis klístraðar,“ segir hann og bætir við að margt af því sem fannst renni ekki út fyrr en eftir eitt til tvö ár.

Hópurinn hefur komið sér upp eldunaraðstöðu og verður eldað ofan í almenning þeim að kostnaðarlausu.

„Við ætlum að reyna að skapa skemmtilega stemmningu og munum við reiða fram matinn úr gámi,“ segir Jónbjörn og segir að allt það sem í boði verður sé gert úr gæðahráefni og segir fólk ekki þurfa að óttast að maturinn kynni að vera skemmdur.

Nánar um þennan viðburð hér á vísi.is

Ókeypis myndasögudagurinn er 3. maí

Fyrir þau ykkar sem hafa gaman af myndasögum er vert að benda á ókeypis myndasögudaginn þann 3. maí, en þá verða gefins myndasögur í myndasöguversluninni Nexus, myndasögublöð sem sérstaklega eru búin til fyrir þennan dag en dagurinn er alþjóðlegur.

Þetta er þrettánda árið sem haldið er upp á daginn. Nexus og Ókei-bækur gefa blaðið ÓkeiPiss fjórða árið í röð. Viðburðurinn byrjar kl. 12.00 á laugardaginn og blöðin verða gefin á meðan birgðir endast. Það ætti enginn að fara tómhentur heim en reynslan sýnir þó að það er gott að mæta tímanlega. Það myndast að öllu jöfnu ógnarlöng röð og mikil stemming ríkir yfir daginn. Nexus hvetur jafnframt búningaáhugafólk til að koma í búningum og alla til að taka með góða skapið :)

 

Ókeypis lítið bókasafn í Hljómskálagarðinum

Little_free_litraryLittle Free Library Reykjavík var sett upp í Hljómskálagarðinum við styttuna af Bertel Thorvaldsen 14 júní 2013.

Það er öllum frjálst að ná sér í bækur og/eða koma með bækur til að gefa bókasafninu. Þetta er bara lítill kassi, en heldur vel veðri og vindum. Bókasafns kassinn var að hluta fjármagnaður í gegnum Karolinfund og styrktur af ýmsum bókaforlögum

Little Free Library er alþjóðlegt verkefni og má nálgast nánari upplýsingar um það hér á vef þeirra

Dæmi um hvernig samvinna á streetbank virkar, en oft öðruvísi en maður ætlar

þvottakústur

Hér sést svona bílaþvottakústur með framlengingu, tengdur við garðslöngu, til að þvo glugga á annari hæð.

Það skeður oft ýmislegt skrítið og ekki eins og maður planar á svona samskiptavef eins og StreetBank. Til dæmis var ein að leita eftir stiga svo hún gæti þvegið glugga á annari hæð. Engin stigi fannst, en þá mundi ég eftir því að ég átti einhversstaðar framlengingu á bílaþvottakúst og óskaði eftir einum slíkum til láns ef einhver ætti. Jú, kústurinn fanst og passaði akkúrat á framlenginguna, sem er með tengi fyrir garðslöngu, svo núna er hægt að þvo gluggana þótt stiginn hefði ekki fundist. Ég ákvað að nota tækifærið í leiðinni og þvo gluggana hérna hjá okkur fyrst maður var komin með þessa fínu græju.

Svona er hægt að leysa flest öll verkefni án tilkostnaðar ef allir leggjast á eitt. Og því fleiri sem eru með, því auðveldara að finna það sem manni vantar eða geta aðstoðað aðra.

PS

Þegar „græjan“ var loks komin saman og lánuð þá endaði það með því að tveir aðrir nágrannar sem vantaði líka þvott á sínum gluggum fengu hana líka lánaða svo þessi ósk um að fá lánaðan stiga endaði á því að gluggar í þremur húsum í sömu götunni voru þvegnir. Svona á þetta að vera.

Til þess er vefur eins og StreetBank til. Því hvet ég alla sem hafa áhuga á „Freeconomy“ að vera með.

Forsíða

Velkomin/n á upplýsingavef Íslenska horns vefsins StreetBank.

Þetta er vefur í þróun og bara komin inn þessi eina síða eins og er.

Eins og þið sjáið eftir að hafa skráð ykkur inn á StreetBank þá erum við rétt að byrja með íslenskan hluta hanns og því mjög gott að við sem erum fyrst að skrá okkur sýnum okkur, með til dæmis einhverja smá lýsingu á okkur og mynd eða hvað við vonumst til að geta haft gagn af StreetBank. Tvær línur er allt í lagi þessvegna. Þó er það enganvegin nein kvöð, allir meiga auðvitað nota þetta eins og þeir vilja og ekkert að því að skrá sig inn bara til að skoða og fylgjast með.

Í Bretlandi, þar sem vefurinn kemur upphaflega, en hefur síðan breiðst hratt út, setja þeir sem „skilyrði“ (það er frekar hvatning en skilyrði í rauninni) að fólk setji inn, þótt ekki væri nema einn hlut gefins eða til láns eða óska eftir, það má vera eins lítið og fólk vill, ein bók eða DVD spóla, fyrst og fremst til að sýna að maður vill vera með.